KFS náði aftur efsta sæti B-riðils 3. deildar eftir að hafa fallið tímabundið af efsta stalli í síðustu viku. Álftanes, sem er í öðru sæti, stigi á eftir KFS á reyndar leik til góða og gæti endurheimt efsta sætið á þriðjudag. Eyjamenn unnu hins vegar í gær Augnablik á útivelli 1:5 en fyrri leik liðanna lauk með 6:0 sigri KFS. Eyjamenn virðast því hafa gott tak á leikmönnum Augnabliks.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst