KFS spilar við Skagamennina í Kára kl 15:00 á Týsvelli í dag. Búast má við hörkuleik því nú er mál fyrir KFS að spýta í lófana því þeir sitja á botni 3. deilarinnar með aðeina eitt stig. Kári er með 13 stig í sjöunda sæti.
Eyjamenn eru hvattir til að fjölmenna á Týsvöllinn og styðja strákana í KFS þeir sýndu í síðasta leik að þeir eiga mikið inni.