KFS jafnaði metin gegn Ými í uppbótartíma þegar liðin mættust á Þórsvellinum í dag. Liðin leika bæði í B-riðli 3. deildar en Ýmir var fyrir leikinn í efsta sæti riðilsins á meðan Eyjamenn voru í sjötta sæti. Það var þó ekki að sjá í leiknum því Eyjamenn voru sterkari lengst af í leiknum og hefðu með smá heppni getað komist yfir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var hins vegar 0:0.