Alþingi hefur samþykkt lög um kílómetragjald sem taka gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 og með nýju lögunum nær það til allra bíla. Lögin gera ráð fyrir að kostnaður vegna aksturs meðalbensínbíls haldist sambærilegur við það sem verið hefur en að áfram verði hagstæðara að aka á vistvænum ökutækjum. Með kílómetragjaldinu verður til stöðugur og sanngjarn tekjustofn af umferðinni.
„Með þessum lögum er tekið upp einfalt og réttlátt fyrirkomulag þar sem allir greiða fyrir notkun vega á sambærilegan hátt. Breytingin býr til traustan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vegakerfisins og skapar stöðugra umhverfi til framtíðar.“
„Með orkuskiptum og auknum fjölda sparneytnari bíla hefur dregið verulega úr tekjum af eldra kerfi og það hefur bitnað á uppbyggingu nýrra innviða og nauðsynlegri þjónustu og viðhaldi. Innviðaskuldin hefur vaxið hratt og við því þarf að bregðast og það verður gert.“
Kílómetragjald verður greitt mánaðarlega, með svipuðum hætti og rafmagsnreikningurinn, og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar 2026.
Nánari upplýsingar um breytingarnar og gildistöku kílómetragjaldsins eru á vegirokkarallra.is.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst