Kílómetragjald fyrir alla bíla tekur gildi um áramótin
Umferd Bilar 20251218 155754 F
Umráðamenn bíla eru hvattir til að kynna sér kílómetraskráningu síns ökutækis á Ísland.is fyrir 20. janúar. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Alþingi hefur samþykkt lög um kílómetragjald sem taka gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 og með nýju lögunum nær það til allra bíla. Lögin gera ráð fyrir að kostnaður vegna aksturs meðalbensínbíls haldist sambærilegur við það sem verið hefur en að áfram verði hagstæðara að aka á vistvænum ökutækjum. Með kílómetragjaldinu verður til stöðugur og sanngjarn tekjustofn af umferðinni.

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra:

„Með þessum lögum er tekið upp einfalt og réttlátt fyrirkomulag þar sem allir greiða fyrir notkun vega á sambærilegan hátt. Breytingin býr til traustan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vegakerfisins og skapar stöðugra umhverfi til framtíðar.“

„Með orkuskiptum og auknum fjölda sparneytnari bíla hefur dregið verulega úr tekjum af eldra kerfi og það hefur bitnað á uppbyggingu nýrra innviða og nauðsynlegri þjónustu og viðhaldi. Innviðaskuldin hefur vaxið hratt og við því þarf að bregðast og það verður gert.“

Hvað þarf ég að gera?

Kílómetragjald verður greitt mánaðarlega, með svipuðum hætti og rafmagsnreikningurinn, og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar 2026.

  • Kílómetragjald miðast við meðalakstur á mánuði sem áætlaður er út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu.
  • Flestir bílar eru nú þegar með komnir með að minnsta kosti tvær skráningar þar sem kílómetrastaða hefur verið skráð við bifreiðaskoðun og við eigendaskipti.
  • Umráðmenn bíla eru hvattir til að kynna sér kílómetraskráningu síns ökutækis á Ísland.is fyrir 20. janúar og bæta við skráningu ef aðeins ein er til staðar á síðustu 12 mánuðum. Þannig er tryggt að kílómetragjald endurspegli raunverulegan akstur á bílnum
  •  Í framhaldinu er gert ráð fyrir að kílómetrastaða ökutækis verði skráð einu sinni á ári. Það er gert þegar farið er með bílinn í skoðun eða inni á Ísland.is. Fyrir þau sem vilja nákvæmari skráningu er einnig mögulegt að uppfæra kílómetraskráningu á 30 daga fresti á Ísland.is.

Nánari upplýsingar um breytingarnar og gildistöku kílómetragjaldsins eru á vegirokkarallra.is.

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.