Kiwanismenn færa jólin heim um helgina
6. desember, 2013
Í gærkvöldi var mikið líf og fjör í húsnæði Kiwanisklúbbsins Helgafelli en þar voru samankomin börn og barnarbörn Kiwanisfélaga, auk þeirra sjálfra við að pakka inn hinu vinsæla jólasælgæti Kiwanis. Kiwanisfélagar munu svo ganga í hús um helgina og selja jólasælgætið og vonast auðvitað eftir góðum viðtökum, enda rennur söluágóðinn óskertur til góðra mála. Askjan kostar aðeins 1.500 krónur og um að gera að koma við í hraðbankanum í dag og vera klár með upphæðina.
Pökkunin sjálf er kafli út af fyrir sig. �?á er komið upp þremur vinnslulínum, krakkarnir raða sér við langborðin og skipta með sér verkum þar sem hver setur eina tegund ofan í pokann, sem fer svo í sælgætisöskjuna. Eftir um klukkustundar vinnu voru ríflega tvö þúsund öskjur klárar og vinnulaun ungra sjálfboðaliða var smá glaðningur í poka.
Kiwanismenn færa öllum þeim sem aðstoðuðu, bæði í gær og þeim fyrirtækjum sem styrkja þetta framtak þeirra, kærar þakklætiskveðjur.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.