Það er áralögn hefð hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli að heimsækja heimilisfólk á Hraunbúðum og afhenda þeim sælgætisöskju að gjöf í tilefni jólanna.
Þetta var ánægjuleg heimsókn þar sem ekki hefur verið hægt að fara síðastliðin tvö ár vegna Covid og samkomutakmarkanna, en rétt áður en við lögðum í hann kom snjókoma og skafrenningur þannig að manni leist ekki á blikuna, og hélt maður að allt ætlaði að verða ófært en sem betur fer var þetta bara smá hvellur. Við klúbbfélagar sendum líka sælgætisöskjur á Sjúkrahúsið til þeirra sem þar þurfa að dvelja yfir hátíðarnar og er þetta ánægjuleg fyrir okkur að geta látið gott af okkur leiða með stuðningi bæjarbúa.
Kiwanisklúbburinn Helgafell óskar öllum bæjarbúum og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og við þökkum stuðninginn sem er ómetanlegur.
Tómas Sveinsson, forseti Helgafells.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst