Klara Einars kemur fram á NovaFest á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Klara er hluti að glæsilegri dagskrá sem Nova og Þjóðhátíð hafa tekið höndum saman og halda stærsta NovaFest sem hefur sést til þessa en Klara kemur fram á sunnudeginum klukkan 15:30 ásamt Dj. Rakel.
Klara sigraði Vælið, Söngkeppni Verslunarskóla Íslands, í vetur og hefur síðan verið að vinna tónlist með upptökustjóranum Ingimar Tryggvasyni og fleirum. Tvö þeirra laga eru komin út á Spotify og er annað þeirra í spilun á K100 og Rás 2. Þá er þriðja lagið hennar væntanlegt á Spotify í september.
Klara hefur verið dugleg að koma fram síðustu vikur og mánuði en fyrsta stóra giggið hennar var svo þegar hún opnaði laugardagskvöldið á tónlistarhátíðinni Kótelettunni núna í júlí. Klara kom fram ásamt fríðu föruneyti sem samanstóð af fjórum dönsurum, Dj Rakel Gísla og trommaranum Bjarki „Bómars“ Ómarssyni.
NovaFest fer fram um helgina á bílastæðaplaninu við hliðina á Ranya Kebab á Miðstræti. Dagskrána má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst