Klaudia Beata Wróbel ráðin í starf fjölmenningarfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Klaudiu Beata Wróbel í starf fjölmenningarfulltrúa. Klaudia er fædd í Póllandi og ólst þar upp til 11 ára aldurs er hún flutti til Íslands. Klaudia er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún talar pólsku og íslensku sem og ensku. Klaudia hefur starfað að mestu innan fiskvinnslunnar og við þjónustustörf en einnig sem túlkur fyrir Pólverja á Íslandi. Sem innflytjandi og við aðstoð innflytjenda við túlkun hefur Klaudia mikla reynslu og þekkingu á málefnum innflytjenda. Þekking hennar á stöðu innflytjendabarna í grunn- og framhaldsskóla er mikil sem og þekking á innviðum kerfisins á Íslandi og í Póllandi. Þar sem pólskir innflytjendur eru í meirihluta af fjölda innflytjenda í Vestmannaeyjum nýtist tungumálakunnátta hennar, þekking og reynsla einstaklega vel fyrir þennan hóp sem og fyrir aðra innflytjendur.

 

Vestmannaeyjar town has recruited Klaudia Beata Wróbel as a multicultural representative.
Klaudia was born in Poland and lived there until she moved to Iceland at 11 years of age. Klaudia holds a Bachelor’s degree from Vestmannaeyjar college. She is fluent in Polish, Icelandic and English.

Klaudia has worked mostly in the fishing and service industries, as well as an interpreter for Polish people in Iceland. Besides being an immigrant herself, Klaudia has also acquired a great deal of experience assisting other immigrants with her interpreter services. She possesses an extensive knowledge of the situation of immigrants’ children in elementary and secondary schools and of the social system’s infrastructure in Iceland as well as Poland. Polish immigrants make up the bulk of immigrants in Vestmannaeyjar, so that her language skills, knowledge and experience comes in especially handy for that group, as well as for other immigrants. The aim is that Klaudia will start on March 1st. The cultural representative’s office will be at the Vestmannaeyjar Culture House.

Gmina Vestmannaeyjar zatrudniła Klaudie Beate Wróbel na stanowisko przedstawiciela wielokulturowości (Fjölmenningarfulltrúi)

Klaudia jest urodzona w Polsce i wychowała się tam do 11 roku życia, po czym przeprowadziła się na Islandię. Klaudia jest absolwentką szkoły Framhaldsskólinn i Vestmannaeyjum. Mówi ona po polsku, islandzku oraz angielsku. Klaudia w większości pracowała w przetwórstwie rybnym oraz obsłudze klienta, oraz jako tłumacz dla polaków na Islandii. Jako emigrantka oraz przez pomoc emigrantom jako tłumacz Klaudia ma doświadczenie i wiedze w tym obszarze. Jej znajomość na tle dzieci emigrantów w szkole podstawowej, jak i szkole średniej jest duża zarówno, jak i znajomość na tle urzędów w Polsce i Islandii. Z racji, gdyż polscy emigranci są większością emigrantów w Vestmannaeyjar jej umiejętności językowe, wiedza i doświadczenie przyda się na tym stanowisku dla tej grupy, jak i innych emigrantów.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.