“Þetta er svona með því verra sem við höfum fengist við,” sagði Arnór Arnórsson í samtali við Eyjafréttir. “Reynslu boltarnir eru að bera þetta saman við veðrið 1991 en það voru ekki svona nákvæmar skráningar eins og núna. Þannig það er erfitt að segja.”
Útköll björgunarsveitarinnar eru komin yfir eitt hundrað og en þau hafa staðið yfir frá því 16.30 í gær og þangað til í morgunsárið. “Þetta er búið að vera stanslaust í alla nótt, við höfum ekki fengið miklar pásur. Það hefur verið mikið um dýr og leiðinleg tjón. Mikið um þakplötur og klæðningar sem hafa líka verið að skemma út frá sér. Þó nokkuð um garðhýsi á flandri eða þá að þau hafa einfaldlega splundrast. Þó svo að veðrið hafi aðeins lagast þegar leið á nóttina voru alltaf að koma leiðinlegar hviður.”
Allir meðlimir í Björgunarfélagi Vestmannaeyja vinna í sjálfboðavinnu. “Allir mæta skilningi hjá sýnum vinnuveitanda en flestir eru verða fyrir vinnutapi þegar útkall er á vinnutíma. Við erum en sjö í húsinu. Ég vill þakka Ingimar kærlega fyrir aðstoðina hann hjálpaði okkur með tæki í rúmlega 10 verkefnum, Kári í Kránni og Svenna á Kletti sáu til þess að enginn varð svangur á vaktinni. Við viljum líka þakka bæjarbúum fyrir þolinmæði sem þeir sýndu og eins það að flestir voru ágætlega undirbúnir. Það var ekki mikið um ruslatunnur væru að fjúka eða önnur sem mál sem hefði mátt fyrirbyggja. Sem betur fer urðu engin slys á mannskapnum en ansi margir fóru þreyttir heim,” sagði Arnór að lokum.
Björgunarfélagið sendi frá sér eftirfarandi póst í nótt
Hér eru svo nokkrar myndir sem Óskar Pétur tók í nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst