Rétt fyrir klukkan ellefu í morgun var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út í Stórhöfða en þar hafði kona ökklabrotnað við útsýnispall sem þar er. Konan er farþegi á farþegaskipinu Discovery sem liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum og var í skipulagðri rútuferð. Ferðamennirnir voru að ganga að útsýnispallinum þegar konan brotnaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst