Konur fjárfestum í Vestmannaeyjum
29. apríl, 2024
Iða Brá er ánægð með hvernig til tókst. Hér er hún með Snædisi Ögn.

Arion banki stóð fyrir fyrirlestri um fjárfestingar 11. apríl sl. í Visku. Þar var verkefnið Konur fjárfestum kynnt ásamt því sem farið var yfir grunninn að fjármálum og fjárfestingum. Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, kynnti verkefnið. Að auki þá fór Snædís Ögn Flosadóttir forstöðumaður á mörkuðum Arion banka yfir grunninn að fjárfestingum, lykilhugtök og hvernig á að byrja, reglubundinn sparnað, lífeyrissjóði, sjóði, hlutabréf og skuldabréf. Með í för var jafnframt bankastjóri Arion banka, Benedikt Gíslason.

Mæting var mjög góð og greinilegt að efnið höfðar til kvenna.

Iða Brá er fædd og uppalin í Eyjum og við tókum hana tali af þessu tilefni og spurðum hana út í það hvers vegna bankinn sé að leggja þetta mikla áherslu á að konur fjárfesti í ríkari mæli, og það stóð ekki á svörum.

„Þátttaka í fjármálamarkaði er mikilvæg leið til að hafa áhrif í samfélaginu, samfara því að byggja upp eigin framtíð. Eftir að hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina stöðuna, þ.e. greina fjárfestingar og eignastöðu kvenna annars vegar og karla hins vegar þá sáum við að full ástæða var til að hvetja konur til dáða. Niðurstaðan þarf því miður ekki að koma neinum á óvart en við sáum svo ekki var um villst að það hallar umtalsvert á konur þegar kemur að þátttöku á fjármálamarkaði. Við einfaldlega viljum leggja okkar af mörkum til að jafna þennan mun og fórum því af stað með þetta langtíma átaksverkefni með það markmið að efla konur þegar kemur að fjárfestingum. Sambærilegum verkefnum hefur verið ýtt úr vör á öðrum Norðurlöndum með góðum árangri.“

Það var létt yfir konunum.

Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna

En hvers vegna er mikilvægt að konur séu einnig virkar á fjármálamarkaði? „Í mínum huga eru í grunninn tvær ástæður fyrir því af hverju konur eiga að huga vel að sínum fjármálum og fjárfesta. Sú fyrri er nokkuð augljós og felst í fjárhagslegu sjálfstæði hverrar konu og mikilvægi þess að þekkja sína stöðu, byggja undir eigið frelsi til ákvarðanatöku og hafa þannig stjórn á eigin lífi. Sú seinni er ekki síður mikilvæg og felst í því sem við öll vitum að með fjárfestingu er samfélagið okkar fjármagnað. Fyrirtækin, atvinnulífið, innviðirnir okkar, ríki og sveitarfélög. Samfélagið allt þarf fjármagn og fjárfesting er eitt af því sem knýr það áfram. Fjármagn knýr einnig áfram rannsóknir og vöruþróun og stýrir þannig ákvörðunartöku. Með því að fjárfesta getum við stuðlað að jafnari þróun samfélagsins fyrir öll kyn. Haft raunveruleg áhrif.“ segir Iða Brá.

Iða bendir á að þau hafi áttað sig á því að líklega þyrftu þau að mæta konum á  þeirra forsendum. „Mögulega vilja konur aðra nálgun þegar kemur að fjármálum og fjármálafræðslu og því ákváðum við að breyta okkar nálgun, stíga fastar inn og mæta þeirra óskum og þörfum. Í okkar huga er þetta samfélagslega mikilvægt verkefni – þetta er í raun mikilvægt jafnréttismál. En þar til viðbótar sjáum við mikil viðskiptatækifæri í því að efla konur til fjárfestinga – við ætlum einfaldlega að stækka kökuna.“

Iða segir konur hafa sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum á öllum sviðum, meðal annars í atvinnulífinu. Dæmi um það er að konur eru í dag um 22% framkvæmdastjóra stórra fyrirtækja sem er mikil aukning frá árinu 1999 þegar konur voru einungis um 5% þeirra sem stýrðu stórum fyrirtækjum landsins, en hún bendir jafnframt á að 22% er hins vegar nokkuð langt frá 50%.

„Svo er það þannig að þegar kemur að stærstu eign hvers einstaklings, lífeyrissjóðnum, er heilt kynslóðabil á milli karla og kvenna. Með öðrum orðum, það mun taka konur heila kynslóð til viðbótar við karlmenn að ná fullþroskaðri lífeyriseign. Þar er um ævisparnað að ræða og því sjáum við söguna svo vel í þeim tölum. Það eimir lengi eftir að þeim muni sem myndast í sparnaði sem er auðvitað beint fall af tekjum. Fyrir vikið er einmitt algjört lykilatriði að konur sérstaklega hugi vel að sínum fjármálum og byggi undir sitt fjárhagslega frelsi,“ segir Iða Brá að lokum.

Mikið spáð og spjallað.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst