Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf
Stefán og Ólafur Einarsson, skipstjóri þegar Ísfélagið tók á móti nýrri Heimaey VE 1 síðasta sumar. Mynd Óskar Pétur.

Um áramót – Stefán Friðriksson – Forstjóri Ísfélagsins

Um áramót er gott að líta um öxl og huga því næst að framtíðinni. Í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski áraði nokkuð vel og þó að loðnuvertíðin hafi verið með allra smæsta móti má segja að góð makrílveiði og ágætis afurðaverð í öllum uppsjávartegundunum hafi skipt miklu máli. Þá hefur orðið verðhækkun á þorski og ýsu  og ágætisgangur var í bolfiskveiðum framan af árinu.

Við fengum nýja ríkisstjórn sem hefur strax sýnt í verki að hún hefur sérstakt horn í síðu landsbyggðarinnar en um það vitna mörg verk hennar á fyrsta starfsárinu. Í því ljósi er mikilvægt að við náum að sameina krafta okkar nú þegar sveitarstjórnarkosningar eru fram undan í þeirri varnarbaráttu sem fram undan er hvort sem það er í atvinnulífinu eða jafn sjálfsögðum hlutum eins og heilbrigðis-, mennta- eða samgöngumálum.

Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf og fyrir það standa Eyjamenn. Við þurfum ekki annað en að líta til uppbyggingar Laxeyjar, sem hefur verið ævintýri líkust, til að upplifa hverju hægt er að áorka og hvaða góðu áhrif sú uppbygging hefur haft í okkar litla samfélagi.

Hvað mig varðar urðu þau merku tímamót í mínu lífi að ég fékk þá spurningu frá öðrum rakaranum á hárstofu hér í bæ, þar sem margt ber á góma, hvort ég væri ekki innfæddur Eyjamaður. Hafandi verið búsettur hér aðeins síðan 1997 kom spurningin mér gleðilega á óvart. Birkir Hlynsson er því Eyjamaður ársins í mínum huga.

Skrifað að beiðni Eyjafrétta sem fengu nokkra menn og konur um að líta yfir liðið ár og fram á veginn.

 

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.