Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. sem fram fór í gærkvöldi var efnislega farið yfir kröfugerð félagsmanna SÍ sem lögð var formlega fyrir á fundi aðila sem fram fór fyrr um daginn.
Það er mat stjórnar að kröfugerðin er óaðgengileg og er henni hafnað. Boðin er sambærilegur samningur og áður hefur verið samið um við félagsmenn í Sjómannafélaginu Jötni.
Framkvæmdastjóra var falið að boða fulltrúa SÍ til fundar þar sem þessi niðurstaða verði kynnt.
Fundur fulltrúa Herjólfs ohf. og fulltrúa SÍ fór fram kl. 9 í morgun þar sem afgreiðsla stjórnar félagsins var kynnt en jafnframt kom fram í afgreiðslu stjórnar beiðni um að fyririliggjandi kjarasamningur verði formlega kynntur félagsmönnum SÍ og þá í kjölfarið lagður fram til samþykktar eða synjunar.
Fulltrúi félagsmanna í SÍ hafnaði boði stjórnar Herjólfs ohf. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og því liggur fyrir að boðað verkfall í næstu viku stendur eins og SÍ hefur boðað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst