Þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
„Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, en kunni það vel við sig að hún settist að með dóttur sinni í framhaldinu. Hún segir að það hafi verið henni afar farsæl ákvörðun og henni hafi alla tíð liðið vel í Vestmannaeyjum. Drífa hefur upplifað miklar breytingar og þróun í heilbrigðiskerfinu á sínum starfsferli en ljósmæðraferilinn hennar spannar um 44 ár og starfað í um 50 ár sem heilbrigðisstarfsmaður. Henni hefur verið hugleikið að standa vörð um gjóða þjónustu og gjarnan sagt skoðun sína á barneignarþjónustunni. Drífa hefur alla tíð lagt líf sitt og sál í ljósmæðrastarfið og kveður nú eftir mjög fjölbreytta starfsævi sem ljósmóðir í Vestmannaeyjum.
Við kveðjum Drífu með söknuði og óskum henni alls hins besta. Færum henni kærar þakkir fyrir vel unnin störf við stofnunina.“ segir að endingu í frétt HSU.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.