Kynnti aðgerðaráætlun fyrir íslenska fjölmiðla
Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir íslenska fjölmiðla. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að aðgerðaáætlunin sé afrakstur viðamikils samráð við fjölmiðla landsins, auglýsendur og framleiðendur. Hún telur um tuttugu aðgerðir og hvílir á þremur þáttum:

•           Fjölmiðar eru grunnstoð í samfélaginu

•           Alþjóðleg samkeppni grefur undan íslenskum fjölmiðlum

•           Nauðsynlegt er að horfa á íslenskt fjölmiðlaumhverfi sem eina heild

„Þessi aðgerðaáætlun er ekki samansafn einstakra aðgerða, enda mun engin ein aðgerð tryggja viðspyrnu íslenskra fjölmiðla í alþjóðlegri samkeppni. Þessi aðgerðaáætlun myndar eina heild þar sem margar ólíkar aðgerðir vinna saman í átt að sterkara fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Þegar litið er á einstaka aðgerðir er því mikilvægt að hafa í huga samspil þeirra við aðrar aðgerðir í áætluninni,“ segir Logi.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fól sérfræðingum ráðuneytisins í málefnum fjölmiðla að kanna allar þær leiðir sem styrkt gætu fjölmiðla á Íslandi, þar á meðal leiðir sem hafa áður komið til kasta Alþingis og leiðir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í opinberri umræðu.

„Eftir að hafa velt öllum steinum er það okkar mat að leiðirnar sem við kynntum hér skili meiri árangri fyrir fjölmiðla landsins í alþjóðlegri samkeppni en aðrar útfærslur: þegar horft er á heildarmyndina og beinna áhrifa af samspili þessara aðgerða,“ segir Logi.

Aðgerðaáætlunina má nálgast hér neðst í fréttinni en aðgerðunum tuttugu er skipt í eftirfarandi flokka:

•           Staða Ríkisútvarpsins í fjölmiðlaumhverfinu

•           Fjölbreytt flóra einkarekinna fjölmiðla

•           Heilbrigðara samkeppnisumhverfi

•           Sterkari stétt

•           Aðrar aðgerðir

Hlekkur á aðgerðaáætlun

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.