Laufey opnar fyrir jól
DCIM100MEDIADJI_0071.JPG
DCIM\100MEDIA\DJI_0071.JPG

Laufey Welcome Center, ný þjónustumiðstöð við Landeyjarhafnarafleggjarann er komin vel á veg og reiknar Eyjamaðurinn Sveinn Waage markaðs- og rekstrarstjóri Svarsins ehf, sem byggir Laufey að stöðin verði klár að taka á móti gestum fyrir jól í það minnsta.

„Já, það er ofsalega ánægjulegt að sjá Laufey rísa eftir áralangan undirbúning þar sem gengið hefur á ýmsu s.s. einn heimsfaraldur með tilheyrandi áskorunum ásamt vaxta- og verðhækkunum sem við þekkjum öll í dag. En hingað erum við komin.“

Sveinn segir mjög hvetjandi að finna fyrir áhuga og stuðningi frá Eyjum, ekki bara hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, heldur hinum almenna Eyjamanni sem sér hvað þessi stöð getur áorkað fyrir bæinn okkar. „Þetta er jú okkar „veiðikofi“ á Norðurey og við erum væntanlega öll sammála að ferðalangar á Suðurlandi eigi allir sem einn að vita af þessari náttúruperlu í seilingarfjarlægð frá Landeyjahöfn. Ekki síst núna þegar þjónusta og matur í Eyjum er einfaldlega með því allra besta á Íslandi í dag. Ekkert flóknara.“

Sveinn segir ekki skipta minna máli að Laufey verður athvarf fyrir okkur Eyjamenn á faraldsfæti. „Við verðum með hreinustu salerni í heimi ásamt öflugum hraðhleðslustöðvum, sjálfsafgreiðslu-verslun og veitingastað“

Hann segir ekki liggja nákvæmlega fyrir hver aðkoma hagsmunaaðila og fyrirtækja í Eyjum verður að Laufey. „Það er ekki frágengið en frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir sér aðstöðu til að kynna Vestmannaeyjar. Ég hef séð fyrir mér samstarf Herjólfs, bæjarins og Ferðamálasamtakanna sem myndu í sameiningu sjá um þá aðstöðu, en það á eftir að skýrast. Við erum a.m.k. að útbúa vettvanginn fyrir það,“  sagði Sveinn að endingu.

Mynd – Húsið er að rísa en þar verða hreinustu salerni í heimi ásamt öflugum hraðhleðslustöðvum, sjálfsafgreiðslu-verslun og veitingastað.

 

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.