Frumkvöðlarnir, Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson áttu sér draum um landeldi á laxi sem nú er að rætast. LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum. Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári.
Í seiðaeldisstöðinni er notast við RAS-kerfi sem hámarkar endurnýtingu á vatni og er fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Áframeldið sem verður á landi mun notast við gegnumstreymiskerfi með um 65% endurnýtingu þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar. Með þessu tryggir Laxey bestu skilyrði fyrir vöxt laxa með sjálfbærum hætti.
Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara með sjálfbærum hætti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst