Stýrihópur sem undirbýr nú þær breytingar sem verða með tilkomu Land-Eyjahafnar fundaði á dögunum. Í stýrihópnum eru Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Elvar Eyvindsson frá Rangárþingi eystra, Eydís Indriðadóttir frá Ásahreppi og Haukur Kristjánsson frá Rangárþingi eystra. Hópurinn leggur þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit að fyrsta ferð milli Vestmannaeyja og Land-Eyjahafnar verði farin 1. júlí. Fundargerðina má lesa hér að neðan.