Leif Magnús Grétarson Thisland - minning
10. janúar, 2020

Leif Magnús fæddist í Kristiansand í Noregi 22. janúar 2003. Hann lést af slysförum í Núpá í Eyjafirði 11. desember 2019.

Þú varst bara 7 ára þegar þú ráfaðir aleinn í skóginum við Mandal. Heimabæ móður þinnar í Noregi og þú leitaðir hennar. Hún hafði verið tekin frá þér, farin upp til ljóssins sem þú reyndir að finna á milli þéttra trjátoppanna. En það tók þig ekki nema 9 ár að finna ljósið og mömmu þína eftir of stutta lífsgöngu, hrakinn og blautur. Þú sem elskaðir sveitina, túnin, heyið og heyskapinn á stórum vélum. Þú varst bara 15 ára, búinn að kaupa tvo traktora en fáir peyjar á þínum aldri geta stjórnað stærstu traktorum með heytætlur og rúlluvélar í eftirdragi. Ég man þegar ég koma fram að Mosunum í fyrra með þér, Páli Magnúsi heitnum og pabba þínum. Þú snaraðist út úr bílnum, tókst stórt skrúfjárn og tengdir milli pólana á rafgeyminum og vélin hrökk í gang. Snaraðist fimlega upp stigann, inn í risa traktorinn, kúplaðir heytætlunni inn, settir í gír og vélin æddi af stað. Þú varst mannalegur frændi. Ég horfði hugfanginn á eftir þér, þú hélst í stýrið og leist út um afturrúðuna til að athuga hvort allt væri í lagið og gjóaðir svo augunum til Ása frænda sem var eitt bros. Rosalega vorum við montnir á þessu augnabliki. Ég af þér og þú, náttúrubarn á heimavelli lífs þíns. Ég fylgdist með þér nokkrar ferðir suður engin milli Mosa og Ystabæli sog sá sjálfan mig 50 árum fyrr, á gráum Ferguson í Steinum sem komst inn í aðra afturfelguna í traktornum sem Leif Magnús stjórnaði. Og í sumar þegar Leif og faðir hans tóku við Steinabúinu við fráfall Madda kom ég að þeim feðgum í heyskap. Grétar að raka heyi í garða og Leif Magnús rúllaði. Það stíflaðist í vélinni og minn maður sveiflaði sér út úr traktornum, lagðist undir rúlluvélina og reif úr henni heyið. Þarna var maður á ferðinni sem kunni sitt fag og sló ekki slöku við þó langt væri liði á kvöld eftir marga langa daga. Hann var bara 16 ára en kröfurnar sem gerðar voru til hans voru kröfur á fullorðinn mann. Það var óraunhæft, en hann var ákveðinn í að verða bóndi, átti tvo traktora og var klár í slaginn. Var alvöru peyi sem fór sína leið og ætlaði að meika það í sveitinni. En Leif átti ekki eins góða samleið með skólabókunum og sveitarlífinu. Maður þarf ekki að kunna dönsku eða samfélagsfræði til að geta unnið á stærsta traktórnum í sveitinni með rúlluvél í eftirdragi, eða aleinn að bera skít á tún fram á nótt. Gera við, vera maður og halda öllu gangandi En það er ekki prófað í skólanum hvað maður kann í lífinu. Ekki frekar en í þinginu. Þá hefði minn maður dúxað alla grunnskóla. Grunnskólakerfið er ekki fyrir nemendur sem kunna meira á lífið en kennslubækurnar. Samt ætlaði Leif að koma heim og klára námið, hann var tilbúinn þegar hann tók þá ákvörðun sjálfur. Ég heyrði í honum rétt fyrir slysið og við ætluðum að hittast í Eyjum um jólin. Hann var kokhraustur og ætlaði að taka bílpróf í janúar og kaupa sér Mustang. Leif bar sig vel í símtalinu, en svo brast röddin. Hann var bara barn, blessaður litli frændi minn, óharðnaður og bjó að þyngri reynlsu en barn á að bera. Ég sagði honum ekki frá því að við hinn endann á línunni láku líka tárin mín. Við kvöddumst sem vinir með tárvot augu. Síðasta kveðjan var blaut og köld eins og Leif þegar hann kvaddi þennan heim á leið inn í ljósið á milli trjátoppanna í Mandal.

Votta Grétari Má, Óskari bróður mínum og fjölskyldunni samúð.

Ásmundur Friðriksson.

Útför Leif Magnúsar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag föstudaginn 10. janúar 2020 kl. 15.00

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.