Leigflugið ehf. stækkar
asgeir_einar_Leiguflugid_samsett
Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannsson.

Leigflugið ehf, Air Broker Iceland á ensku, hóf starfsemi í upphaf árs og ætlaði að taka fyrstu mánuðina í að koma sér á framfæri og kynna þjónustuna fyrir markaðnum.

Það er óhætt að segja að startið sé framar björtustu vonum og hefur fyrirspurnum ringt inn, segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum félagsins.

Félagið hefur nú þegar betrumbætt heimasíðu sína síðustu daga og gefst viðskiptavinum núna kostur á að finna enn ítarlegri upplýsingar á íslensku og ensku um þjónustuna ásamt því að senda fyrirspurnir á mjög einfaldan hátt og fá svör nánast um hæl. Hvort sem það er flug innanlands og/eða utan á minni og stærri flugvélum, einkaþotur frá Íslandi eða milli staða í Evrópu nú eða þyrluflug yfir okkar fallega land og milli staða þá er engin fyrirspurn nógu vitlaus eða skrítin til að teymi Leiguflugs kíki ekki á hana og komi með svör og lausnir.

Forsvarsmenn og eigendur félagsins, þeir Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannsson, eru gríðarlega þakklátir viðtökunum og telja að þessi þjónusta sé komin til að vera.

Kynning á leiguflugi hér innanlands og utan verður enn meiri og telja þeir félagar að leiguflugs “kakan” eigi með tímanum eftir að stækka bæði viðskiptavinum, þeim sjálfum og flugrekstaraðilum til hagsbóta, segir í tilkynningunni.

Heimasíðu félagsins má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.