Karlalið ÍBV í knattspyrnu á leik gegn Breiðabliki í dag kl. 16:45 og munu strákarnir fara með Lóðsinum til Landeyjahafnar. Rúta mun síðan sækja strákana og aka þeim í bæinn þar sem þeir munu vonandi styrkja stöðu sína í fallbaráttunni og jafnframt tryggja FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með átta stiga forystu á Blikana.