Nú rétt í þessu voru að berast sú tíðindi að leiknum gegn KR hafi verið frestað þangað til á morgun klukkan 18:00. Flugvél sem flutti átta KR-inga var snúið við þegar hún var á leið til Eyja en dómarar leiksins, hluti liðsins og starfsmenn Stöð 2 sport eru mættir til Eyja enda hafa verið greiðar samgöngur í allan dag til Vestmannaeyja.