0-3 : ÍBV - Valur á Hásteinsvelli

Leikur er hafinn á Hásteinsvelli þar sem ÍBV stelpurnar okkar taka á móti Valskonum.

Valur er á toppi deildarinnar með 36 stig en ÍBV í 5. sæti með 23 stig.

Fyrsta færi ÍBV kom strax á þriðju mínútu þegar Olga átti gott skot í átt að markinu.

Það lítur út fyrir að leikurinn verði fjörugur.

Þetta er þriðja síðasta umferðin í deildinni og styttist í krýningu íslandsmeistara, en það verður þó ekki í dag.

Fréttin verður uppfærð.  

kl. 18:09
Leik er lokið og ÍBV þarf að játa þennan leik tapaðan fyrir Val, sem getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð ef Afturelding nær jafntefli eða sigri við Breiðablik á morgun.

Mörk Vals skoruðu, Elín Metta Jensen, Þórdís Elva Ágústsdóttir og Mist Edvardsdóttir.

ÍBV hóf leikinn af hörku og áttu fyrsta færi leiksins, en Valskonur voru sterkari og hefðu getað skorað fleiri mörk. ÍBV átti ekki heppnina í dag og fóru illa með vítaspyrnu sem hefði getað lagað markatöluna aðeins.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.