Leikur Íslands og Danmerkur sýndur á Brothers og í Eyjabíó
11. janúar, 2020
Mynd; facebook.com/strakarnirokkarr/

Kári Kristján og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik á EM karla í dag kl. 17.15. Þá mæta þeir ríkjandi heims- og ólympíumeisturum Dana.

Fjöldi Eyjamanna verður á leiknum og styður strákana úti í Malmö. Þeir sem ekki áttu heimangegnt þurfa þó ekki að örvænta því leikurinn verður sýndur á í það minnsta tveimur stöðum í Eyjum. Þar verður stemningin verður sennilega ekkert síðri.

Ölstofa The Brothers Brewery ætlar að opna gestastofuna sína í dag og sýna leikinn. “Þar sem við náum ekki öll að fara til Malmö eins og Kjartan Vídó þá ætlum við að sýna landsleikinn í gestastofunni. Byrjum þetta á Ungverjaland vs Rússland kl 14:50 og svo Danmörk vs Ísland kl 17:05,” segja þeir bræður á Facebook síðu sinni.

Fyrir þá sem vilja upplifa enn betur stemninguna í stúkunni ætlar Eyjabíó einnig að bjóða Eyjamönnum frítt í bíó og fylgjast með leiknum á stóra tjaldinu.

Áfram Ísland!

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.