Lögregluskóli ríkisins brautskráði nítján nemendur við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju þann 16. apríl sl. Eyjamaðurinn Grétar Stefánsson, sem var hópi yngstu nemendanna sem útskrifuðust, fékk viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur og var með þriðju hæstu einkunn, meðaleinkunnina 8,93 á lokaprófi.