Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag: 

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Friðrik Dór o.fl.

Sérstakur gestur á tónleikunum er hinn eini og sanni Páll Óskar Hjálmtýsson. Nokkrar úr Léttsveitinni eru með sterka tengingu við Vestmannaeyjar og eru því á heimaslóð.

Léttsveit Reykjavíkur er öflugur kór 90 kvenna sem leggur metnað sinn í að flytja skemmtilega og metnaðarfulla en þó létta tónlist.

Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveit skipa þau Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Diddi Guðna á trommur.

Hægt er að nálgast miða í forsölu á tix.is til kl. 16 á tónleikdegi og svo við inngang í Höllinni en húsið opnar kl. 16:30.

Fréttatilkynning.

 

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.