Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar.
Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað á Digranesflaki og Glettinganesi. Það er mikið af fisk á svæðinu og liggur þorskurinn í síldinni sem heldur sig á svæðinu. Við erum núna mættir á veiðar á Gulateppinu og erum að reyna við ýsu.“
Fjölnir GK línuskip dótturfélagsins Vísis kom strax í kjölfarið á Vestmannaey og var hann með 100 tonn sem fékkst í fimm lögnum hér eystra. Í samtali við heimasíðuna sagði Jón Ingi „Við tókum tvær lagnir í Reyðarfjaðardjúpi og færðum okkur svo yfir í Seyðisfjarðardýpið.“
Gullver Ns landaði svo í heimahöfn á mánudagsmorgun og var skipið með 93 tonn sem fékkst á þremur dögum og var skipið með 79 tonn af þorsk og 13 tonn af ýsu. Tíðindamaður heimasíðunnar hitti Þórhall Jónsson skipstjóra „Þetta gekk með besta móti við keyrðum beint út á Digró og fengum þar 70 tonn af þorsk svo færðum við okkur yfir á Gletting og reyndum við ýsu í restina. Þetta var stuttur túr en það fiskaðist vel.“ Gullver stoppaði í kjölfar löndunar en heldur á sjó í kvöld. Bergur VE kom svo í kjölfarið á Gullver með fullfermi, 70 tonn og var aflinn mest þorskur eða 44 tonn en þó aðeins af ýsu 18 tonn og 6 tonn af ufsa. Bergur landaði síðast í Grindavík og því búinn að sigla og veiða víða í túrnum. Jón Valgeir skipstjóri sagði eftirfarandi „Við byrjuðum að reyna við fisk í Háfadýpinu rétt við eyjar en það var lítið að hafa. En við færðum okkur austur á Breiðdaslgrunn og lentum í flottum fiski þar. Núna erum við á Gulateppinu að reyna við ýsu“.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.