Fjórða kosningamyndbandið á Suðurlandið.is er viðtal við Eygló Harðardóttur, alþingismann frá Vestmannaeyjum, sem tók sæti á þingi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í nóvember á síðasta ári. Eygló segir að það hafi verið mjög einkennilegt að koma beint inn í umræður um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave reikningana. Nokkrum dögum síðar kom svo fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Hún segir að fyrrverandi ríkisstjórn hafi verið algjörlega lömuð og ófær um að taka á ástandinu. Meðal lausna sem Eygló nefnir í núverandi efnahagsþrenginum er að lífeyrissjóðir landsins komi að fjárfestingum í atvinnulífinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst