Listaverka-samningur opinberaður
Kulan Listaverk Skjask
Tölvugerð mynd af útliti listaverks Ólafs Elíassonar á Nýja Hrauni.

​Vestmannaeyjabær hefur afhent Eyjafréttum samning sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða um Vestmannaeyjagosið. Bæjaryfirvöld neituðu í fyrra að afhenda Eyjafréttum öll gögnin líkt og rakið var fyrir helgi hér á síðunni og var þar farið yfir úrskurð sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýverið í málinu.

Þessu tengt: Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin

Gögnin verða því gerð aðgengileg fyrir lesendur Eyjafrétta en þar kemur fram að listamaðurinn skuli fá greiddar 600.000,- evrur fyrir sína vinnu og verk, eða um 88,5 milljónir á gengi dagsins. Þá eru viðaukarnir einnig aðgengilegir hér að neðan.

Er þessi kostnaður eingöngu við verkið sjálft. Fram hefur komið að ríkið greiði helming kostnaðarins við listaverkið, eða allt að 50 milljónum. Á þá eftir að greiða fyrir gerð göngustíga, bílastæðis o.fl.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.