Vestmannaeyjabær hefur afhent Eyjafréttum samning sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða um Vestmannaeyjagosið. Bæjaryfirvöld neituðu í fyrra að afhenda Eyjafréttum öll gögnin líkt og rakið var fyrir helgi hér á síðunni og var þar farið yfir úrskurð sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýverið í málinu.
Þessu tengt: Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin
Gögnin verða því gerð aðgengileg fyrir lesendur Eyjafrétta en þar kemur fram að listamaðurinn skuli fá greiddar 600.000,- evrur fyrir sína vinnu og verk, eða um 88,5 milljónir á gengi dagsins. Þá eru viðaukarnir einnig aðgengilegir hér að neðan.
Er þessi kostnaður eingöngu við verkið sjálft. Fram hefur komið að ríkið greiði helming kostnaðarins við listaverkið, eða allt að 50 milljónum. Á þá eftir að greiða fyrir gerð göngustíga, bílastæðis o.fl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst