Lítið dýpi í Landeyjahöfn
landeyjah_her_nyr
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Eftir siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í morgun er ljóst að dýpi í höfninni er of lítið til að hægt sé að halda uppi siglingum til og frá Landeyjahöfn nema við kjöraðstæður. Á myndinni hér fyrir neðan sést dýpið í höfninni. Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt.

Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og 16:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Aðrar ferðir falla niður.

Herjólfur stefnir á að sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið samkvæmt áætlun, en farþegar sem hyggjast ferðast seinnipartinn á morgun eða fyrripart föstudags eru beðnir um að hafa í huga að aðstæður til siglinga til og frá Þorlákshöfn eru almennt ekki hagstæðar samkvæmt veður- og ölduspá. Farþegar eru því hvattir til að ferðast fyrr frekar en seinna, ef þeir hafa tök á, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.