Lítið unnið við dýpkun í desember
Ekki hefur verið reynt að halda nægu dýpi í Landeyjahöfn fyrir Herjólf undanfarnar vikur og því var minnsta dýpi hafnarinnar minna en nýr Herjólfur hefði ráðið við. �?etta segir Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar í samtali við R�?V.
Fram kom í hádegisfréttum að dýpi Landeyjahafnar hafi aðeins mælst 1,9 metrar fyrir 10 dögum, en nýr Herjólfur á að rista dýpra, eða tæpa þrjá metra. Núverandi Herjólfur ristir tæpa fjóra metra.
Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar segir að undanfarnar vikur hafi ekki verið gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að halda nægu dýpi: �??Herjólfur á mjög erfitt með að sigla í Landeyjahöfn þegar ölduhæð er mikil og yfir háveturinn falla langflestar ferðir Herjólfs niður bara út af ölduhæð þó að dýpið sé nægjanlegt.”
�?að hafi gerst í desember en Herjólfur sigldi ekkert í Landeyjahöfn þann mánuð. Sigurður segir ljóst að nauðsynlegt sé að dýpka höfnina reglulega eftir að nýr Herjólfur hefur siglingar: �??�?að verður aldrei hægt að komast hjá því. Við höfum verið að vinna að því að þróa þær aðferðir, í samstarfi við hina og þessa aðila, hvernig við ætlum að standa að því þegar ný ferja kemur.”
Ekki hafi þótt ástæða til slíkra aðgerða fyrir núverandi Herjólf. �?að yrði dýrt og myndi litlu skila.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.