Í lok nóvember var stærsta áfanga til þessa náð hjá landeldisfyrirtækinu LAXEY þegar að áframeldi í Viðlagafjöru var formlega tekið í notkun og má því segja að landeldi í sjó er hafið. Þetta er svo táknrænt á marga vegu. Þegar að maður horfir í fyrsta skipti á flutning seiðanna úr seiðaeldisstöðunni í Friðarhöfn yfir í áframeldið í Viðlagafjöru.
Nú dælum við nýju olíunni á tanka og flytjum svo verðmætin úr landi með tilheyrandi gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið.
Til þess að undirstrika svo hversu mikið afreka þetta er í raun og veru að þá var fyrsta skóflustunga í Viðlagafjöru tekin 17.febrúar 2023, eða fyrir einungis 21 mánuði síðan! Um er að ræða stærstu framkvæmd í sögu Vestmannaeyja og er uppbyggingin á áætlun. Ekki bara það heldur samhliða þessari uppbyggingu byggði Laxey upp eitt stykki seiðaeldistöð sem er 12.500 fm og stærsta húsnæði sem hefur verið byggt í Vestmannaeyjum.
Sú framkvæmd var á undan áætlun! Þetta er afrek sem sennilega hefur ekki verið afrekað hérlendis áður í jafn víðamikilli einkaframkvæmd og því ekki skrýtið að erlendir fjárfestar sýna verkefninu jafnmikinn áhuga og raun ber vitni. Laxey er því skrefinu nær að hefja útflutning fyrir 30.000.000.000 kr á ári
Til að setja þá tölu í eitthvert samhengi myndi það þýða að hvert mannsbarn í Vestmannaeyjum væri með rekstur þar sem að útflutningsverðmæti hvers og eins næmi yfir 600.000kr á mánuði! Þeir í Þorlákshöfn eru kannski með Laxabraut en við erum með LAXEY.
Enn ein birtingamynd á klasamynduninni sem er byrjuð í Eyjum út af einkaframtakinu er sú að Smyril Line áætlar að hefja siglingar til Eyja í lok næsta árs. Í viðtali við Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra í Vestmannaeyjum við Auðlindina segir: Áhugi Smyril line á Vestmannaeyjum megi rekja til uppbyggingar ný fyrirtækisis, Laxeyjar sem hefur undanfarin misseri unnið að mikilli uppbygginu landeldis á laxi í Viðlagafjöru. Sú starfsemi sem þar verði kalli á að ekjuskip hafi góða aðstöðu í höfninni í Vestmannaeyjum.

„Þetta er mikið verkefni og kostnaðarsamt en nauðsynlegt til að byggja upp til framtíðar,“ segir Dóra. „Umsvifin í höfninni hafa aukist mjög samhliða þeirri uppbyggingu sem Laxey stendur fyrir, en öll aðföng sem þarf til að byggja upp hafa komið í gegnum höfnina. Þetta hefur verið góð innspýting fyrir okkur.“
Til að átta sig svo betur á hversu mikilvægt það er að fá Smyril Line til Eyja er ágætt að rifja upp þann uppgang sem hefur orðið í Þorlákshöfn eftir að þeir hófu siglingar þangað. Þar eru starfsmenn orðnir 18 og vonast ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu.
Þessi klasamyndun sem þegar er hafin er sennilega bara toppurinn á ísjakanum og verður spennandi að fylgjast með hvað kemur næst uppá yfirborðið.
Jóhann Halldórsson




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.