Á föstudaginn voru ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Tanja Harðardóttir sem er jólabarn fengu það hlutverk að kveikja á trénu. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sagði nokkur orð og svo var það í hlutverki flottra krakka af Víkinni að syngja jólalög með hjálp jólasveina og að lokum færðu þeir börnum góðgæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst