Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að löggæsla muni nánast leggjast af í Árnessýslu um áramótin verði sex lögreglumönnum sagt upp á svæðinu eins og til stendur að gera, þar sem ekki fæst nægilegt fjármagn til að halda mönnunum í vinnu.
Mikið álag er á lögreglumönnum á Selfossi, t.d sinnti aðeins einn maður á lögreglubíl löggæslu í allri sýslunni síðasta sunnudag þar sem aðrir lögreglumenn voru bundir í öðrum verkefnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst