Lokað fyrir heimsóknir

Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu.

Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður munum við leyfa heimsóknir og er aðstandendum bent á að snúa sér til deildarstjóra eða vaktsjóra.

Til að fá upplýsingar um þá sem eru inniliggjandi er hægt að hringja í síma 432-2600. Starfsfólk deildarinnar óskar eftir því að einungis einn aðstandandi hafi samband og miðli svo upplýsingum til annarra fjölskyldumeðlima.

Munum að hlýða Víði.
Við erum öll ALMANNAVARNIR!

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.