Allir leikir í síðustu umferð úrlitakeppni Bestu deilarinnar í knattspyrnu verða á morgun, laugardag kl. 13.00, bæði í neðri og efri hluta.
ÍBV mætir Leiknismönnum á Hásteinsvelli sem þegar eru fallnir. Skagamenn eiga enn fræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu deild en til þess þurfa þeir að vinna FH, sem þeir mæta á útivelli með minnst tíu marka mun.
ÍBV hefur þegar tryggt sæti sitt í Bestu deildinni og er í þriðja sæti neðri hlutans. Eiga Eyjamenn möguleika á að hoppa upp um sæti vinni þeir Leikni og Keflavík hafi betur á heimavelli gegn Fram. En Leiknir er sýnd veiði en ekki gefin.
Þá endar ÍBV í öðru sæti neðri hlutans með 32 stig og í áttunda sæti yfir heildina sem hlýtur að teljast góður árangur miðað við framistöðu í byrjun móts og spár.
Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Keflavíkur í sumar.
Staðan
L | Mörk | Stig | |
Keflavík | 26 | 52:48 | 34 |
Fram | 26 | 53:59 | 31 |
ÍBV | 26 | 42:50 | 29 |
FH | 26 | 35:44 | 25 |
ÍA | 26 | 34:62 | 22 |
Leiknir R. | 26 | 28:65 | 21 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst