Puffin run utanvegahlaupið fer fram á laugardaginn 9. maí. Af því tilefni hefur lögregla heimilað lokun vega fyrir umferð á fyrsta hluta hlaupaleiðarinnar frá Skansinum og inn í Herjólfsdal með eftirfarandi hætti:
Tangagata frá FES að Skildingavegi og þá Ægisgata, Bárustígur og Skólavegur norðan Strandvegar. Skildingavegur norðan Strandvegar á gatnamótum Heiðarvegar, Strandvegur lokaður til vesturs frá Heiðarvegi að Friðarhöfn og þá Græðisbraut, Flatir og Garðavegur inn á Strandveg.
Hlíðarvegur og Hamarsvegur lokað að Áshamri og þá Flatir, Faxastígur, Hásteinsvegur, Illugagata og Brekkugata inn á Hlíðarveg og Hamarsveg.
Lögregla stýrir umferð á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar og niður Skildingaveg og einnig á Garðavegi yfir Strandveg ef nauðsyn krefur.
Ökumenn eru beðnir um að leggja ekki ökutækjum sínum við vegi á þessari leið að morgni laugardags.
Á meðfylgjandi mynd má sjá lokun vega merkta með rauðu en hlaupaleiðina með gulu.
Lögreglan þakkar vegfarendum tillitssemina vegna þessa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst