Allar líkur eru á að það verði uppselt á Lundaball Helliseyinga árið 2015. �?ökk sé frábærlega skipulagðri markaðsherferð og ekki síður því að fólk veit að Lundaball Helliseyinga mun setja markið fyrir næstu 7 Lundaböll. Helliseyingar hafa lagt mikið á sig og skipulagt og æft vel öll skemmtiatriði sem boðið verður upp á, eftir að fólk hefur gætt sér á einu glæsilegasta hlaðborði landsins, sem Helliseyingar, ásamt Einar Birni og starfsfólki Einsa kalda, hafa undirbúið undanfarna daga.
Ekki uppselt á ballið sem er til klukkan fjögur.
Punkturinn yfir i-ið er svo dansleikur með bestu ballhljómsveit á Íslandi í dag, hljómsveitinni Buff. �?eir félagar lofa eldingarstuði og munu byrja snemma og hætta seint. Við minnum samt á breyttan opnunartíma. Ballið er til klukkan fjögur og því um að gera að koma snemma. Húsið opnar fyrir ballgesti á miðnætti.