Allt útlit er fyrir að lundavarp hafi misfarist í Vestmannaeyjum í ár. Egg fundumst í fáum holum við talningu í Stórhöfða í dag en þetta kemur fram á vef Ríkissjónvarpsins, www.ruv.is. Vísindamenn hafa rannsakað sjófugla hringinn í kringum landið undanfarið og er ástand þeirra með því versta sem sést hefur í langan tíma. Í fyrra komst lítið sem ekkert af lundapysjum á legg í Vestmannaeyjum.