Allt frá því að ég var kosinn á þing fyrir Suðurkjördæmi og fór að kynnast samgöngumálum Eyjamanna betur hef ég orðið meira og meira undrandi á því hvernig staðan er í þessu gríðarlega mikilvæga máli. �?g hef frá fyrsta degi sagt og mun alltaf segja að það skiptir ekki öllu máli hvaða skoðun ég hef á því hvernig þetta er gert heldur er algert lykilatriði hvað Eyjamenn sjálfir vilja að gert sé og hvernig. �?etta er þeirra þjóðvegur og þeirra tenging við meginlandið, það kom fram í nýlegri könnun Gallup að um 86% svarenda voru sammála bæjarstjórn um að tafarlaust þurfi að fá nýja ferju og nýta smíðatíma hennar til að gera nauðsynlegar breytingar á höfninni og 94% svarenda vildu leggja áherslu á samgöngur um
Landeyjahöfn. Skýrara verður það nú ekki og ég sem þingmaður þessa fólk styð þau heilshugar. �?að getur vel verið að hljómi óábyrgt af minni hálfu en ég er þeirrar skoðunar að Eyjamenn þ.e.a.s þeir sem hafa lögheimili í Vestmannaeyjum ættu ekki að þurfa borga fyrir ferðir á milli lands og eyja með Herjólfi. �?að ættu þeir ekki að þurfa að gera fremur en íbúar á Vestfjörðum sem ekki þurfa að greiða fyrir að fara í gegnum göngin til Bolungarvíkur, Súgandafjarðar og Dýrafjarðar eða þá íbúar á Norðurlandi sem ekki þurfa að greiða fyrir að fara í gegnum Strákagöng, �?lafsfjarðargöngin eða Héðinsfjarðargöngin. Á Austur- og Suðausturlandi þurfa íbúar ekki að greiða fyrir að fara í gegnum Oddskarðsgögn og væntanlega ný Norðfjarðargöng eða í gegnum göngin í Almannaskarði. Bæjarráð Vestmanneyinga skýrði og sýndi fram á þetta mikla misræmi í kostnaði sem er á milli íbúa þessara svæða annars vegar og Eyjamanna hinsvegar í bókun sinni frá bæjarráðsfundi þann 5. janúar síðastliðinn. Hvað sem öðru líður þá vona ég svo sannarlega að niðurstöður í þessu mikla samfélags- og byggðamáli þeirra Eyjamanna liggi fyrir sem fyrst og allri óvissu verði eytt þannig að Vestmanneyingar og landsmenn allir geti litið bjartsýnum augum til framtíðar hvað varðar samgöngumál milli lands og eyja.