Vestmannaeyjabær hefur lengi unnið að undirbúningi þessara næturferða og lagt áherslu á að kortleggja helstu flöskuhálsa. �?eirri vinnu lukum við fyrir dágóðum tíma og óskuðum þá eftir 20 ferðum og tiltókum dagsetningar enda mikilvægt að geta auglýst þessa þjónustu. �?ví vill bæjaráð ítreka óskir sínar um að þær 20 ferðir sem samgönguyfirvöld höfðu ákveðið að farnar yrðu í sumar verði tafarlaust settar inn í áætlun.
Sá dráttur sem orðið hefur á framkvæmd á sér vafalaust skýringar en engu að síður er það algerlega óásættanlegt og frekleg framkoma við Eyjamenn og gesti þeirra að mál þetta sé enn ófrágengið nú þegar hámarksálag er á Herjólfi. Framundan eru ferðahelgar eins og Shellmót, goslokahátíð og þjóðhátíð og heimamenn búa við það flestar helgar að komast ekki til og frá bæjarfélaginu.
Til þess að vinna okkur tíma og bregðast við þessum nærtækasta vanda hefur bæjarráð nú gripið til þess ráðs að óska eftir því að Herjólfur sigli þær 5 næturferðir sem kveðið er á um í gildandi samningum í kringum Shellmót og goslokahátíð. Sú ákvörðun hefur því verið tekin að nú fyrir Shellmót verða næturferðir farnar í dag, miðvikudag 27. júní, á fimmtudag 28. júní og svo aftur á sunnudag 1. júlí. Í kringum goslokahátíð hefur tveimur næturferðum verið bætt við þ.e.a.s. á fimmtudeginum 5. júlí og sunnudeginum 8. júlí. �?ar með er núverandi svigrúm Vestmannaeyjabæjar til að biðja um næturferðir búið. �?etta var gert í þeirri trú að þessar tvær vikur sem við brúum með þessu verði notaðar til að efna gefin loforð um 20 næturferðir.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.