Lýsir eigin reynslu í Heimaeyjargosinu
23. janúar, 2024

„Ég var sautján ára þegar ég stóð í þeim spor­um sem marg­ir Grind­vík­ing­ar hafa staðið í núna og horfði upp á hús­in brenna, hús­in fara und­ir hraun, hús for­eldra minna, og hvernig heilsu móður minn­ar hrakaði ár frá ári, ára­tug­um sam­an þangað til ekki varð neitt við ráðið,“ sagði Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Suður­kjör­dæm­is sem var á per­sónu­leg­um nót­um í ræðustól Alþing­is í dag þegar þing­menn tóku til máls um stöðuna í Grinda­vík í fram­haldi af munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráðherra.

Frá þessu er greint á mbl.is þar sem Ásmundur segir einnig: „Þetta kling­ir í höfði mínu núna þegar þessi stund er runn­in upp og Grind­vík­ing­ar eru að berj­ast við það sama. Við verðum að bjarga þeim sem berj­ast við sál­ar­kreppu, sem missa hús sín og heim­ili, missa allt sitt ör­yggi. Öryggið er heim­ilið, jafn­vel þótt maður þurfi að flýja heim­ilið um stund­ar­sak­ir þá sækj­um við ör­yggið þangað,“ sagði Ásmundur sem fagnaði samstöðu Alþingis í málefnum Grindavíkur.

Nánar á mbl.is

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.