Má móðir fara með son sinn í sund?
Örvar Guðni Arnarson skrifar.

Nú eru fótboltamenn og fótboltakonur að fá ljómandi fína 200 milljóna kr. sturtuklefa undir stúkunni við Hásteinsvöll. Um er að ræða einhverskonar byltingu, en sturtur Týsheimilisins eru ófullnægjandi að mati KSÍ og þá munu hinir nýju klefar stytta umtalsvert vegalengdina fyrir íþróttamennina. Allt er þetta líklegast gott og gilt.

Karlaklefinn í Íþróttamiðstöðinni er í meiriháttar uppfærslu og þar er sæmileg aðstaða fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa sitt athafnarými. En sumir fatlaðir einstaklingar þurfa hjálp og vandamálið birtist þegar sá sem hjálpar (sem er oftast kona) eru ekki af sama kyni og sá sem þarf hjálpina. Þá þarf að leita að klefa, aðra en þá kynskiptu. Þeir geta verið hér og þar í húsinu, t.d. ófullnægjandi dómarasturtuklefar og fylgja þessu iðulega einhverjir ranghalar, blaut fótspor og óþarflega mikið af nekt.

Ég hvet bæjaryfirvöld til að huga að þessu nú þegar meiriháttar framkvæmdir eru hafnar í sturtuklefum Íþróttamiðstöðvarinnar. Það væri ánægjulegt að geta tekið betur á móti þeim fötluðu hópum sem heimsækja eyjarnar og einnig þeim Eyjabörnum sem þurfa þessa hjálp í skólasundi, nú eða einfaldlega ef móðir vill fara með son sinn í sund.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.