Handboltastrákarnir leggja land undir fót í dag þegar þeir mæta Aftureldingu í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ í sjöttu umferð Olísdeildarinnar. Um er að ræða liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Ferðalaginu líkur ekki í Mosfellsbæ því strákarnir fljúga á af landi brott á morgun og spila í Lúxemborg gegn Red boys laugardaginn 14. október og sunnudaginn 15. október.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst