Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs sem fram fór í vikunni kemur fram að líklega þurfi að skera niður starfsemi heimahjúkrunar vegna manneklu í sumar hjá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Einnig kemur þar fram að talsverður þungi sé í umönnun í heimahúsum og telur Öldungarráðið því afar mikilvægt að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands geri allt hvað hann getur til þess að ráða bót á starfsmannaskortinum svo að ekki þurfi að skera niður þjónustu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst