Páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum fór fram í góðu veðri á Skírdag við virkið á Skansinum. Margir kíktu með börnin sín í leit af páskaeggjum og tókst vel til, allir fengu egg. Jarl Sigurgeirsson reif svo stemminguna upp með gítarspili og söng við góðar undirtektir.