Dagurinn í gær var ekki góður fyrir knattspyrnulið ÍBV. Kvennalið ÍBV lék gegn stórliðið Breiðabliks í Faxaflóamótinu og tapaði 8:1. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir en Blikar svöruðu með átta mörkum áður en yfir lauk. Þá tapaði karlaliðið í æfingaleik gegn Grindavík 6:2 en leikurinn fór fram á gervigrasi Víkinga í Reykjavík.