MATEY - dagskrá hefst í dag

Glæsileg dagskrá Mateyjar sjávarréttahátíðarinnar hefst í dag við hátíðlega setningarathöfn í Safnahúsinu þar sem Íris bæjarstjóri opnar hátíðina formlega.

17:00 -18:30 Setning hátíðarinnar í Safnahúsinu

  • Tónlistarfólk úr Eyjum spilar létta tóna.
  • Kynningar og smakk á matvælum úr Eyjum frá Grími kokki, VSV, Aldingróðri og Brothers Brewery.  Frumsýning og kynning á nýjum bjór frá Brothers Brewery ,,Okkar eigin hvönn”.
  • Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri opnar hátíðina.
  • Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar; Frosti Gíslason.
  • Hagur samfélagsins við lengra ferðaþjónustutímabil; Berglind Sigmarsdóttir.
  • Hugmyndafræði matarhátíðarinnar og hráefnið; Gísli Matthías Auðunsson og kynning á gestakokkum  og réttum hátíðarinnar.
  • Listasýningin ,,Konur í sjávarútvegi”Gíslína Dögg Bjarkadóttir.
    Valin eru málverk í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sýna konur í sjávarútvegi.  Það má velta því fyrir sér hvort konur í þessari atvinnugrein hafi verið viðfangsefni listmálara í gegnum tíðina.  Hefur störfum kvenna í sjávarútvegi verið gefinn nægilegur gaumur í listsköpun, eða hefur verið lögð meiri áhersla á störf karla hjá listamönnum? 

    Sýningin er opin í Einarsstofu alla daga hátíðarinnar frá kl. 10:00- 17:00.Einnig er opið í Sagnheimum, Byggðasafni Vestmannaeyja frá kl. 10:00-17:00.

 

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.