Verslunin Jazz tískuverslun og Markaðstorg Kringlunnar eru komin í samstarf. Áslaug Bjarnhéðinsdóttir hefur rekið Jazz um árabil og mun gera það áfram. Þegar Jazz opnaði á þriðjudag var verslunin troðfull af nýjum og spennandi vörum í dömu- herra-, barna- og unglingafatnaði. „Jazz hefur boðið upp á mjög góð verð en við ætlum að gera enn betur, vera með gott vöruúrval og verð eins og Markaðstorgið er þekkt fyrir,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson hjá Markaðstorgi Kringlunnar þegar hann var spurður út í samstarfið.