Meiri kjörsókn en fyrir fjórum árum
kjorkassi_stor
Nýr forseti verður kosinn í dag. Eyjar.net/TMS

Klukkan 13.00 í dag höfðu 18,6% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja.

Er það mun meiri kjörsókn en á sama tíma í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Þá höfðu 387 manns kosið (12,5%) á móti 575 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum.

Á kjörskrá eru 3.092, en til samanburðar voru á kjörskrá fyrir fjórum árum 3.106. Kjörfundur er í Barnaskólanum og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.